Um bókina


Bítlarnir telja í

Seinni heimsstyrjöldinni er tiltölulega nýlokið og fjórir strákar koma saman til að spila uppáhaldslögin sín á ýmsum stöðum í Liverpool, heimaborginni sinni. Þeir eru ákveðnir í því að verða „vinsælli en Elvis“ en þá órar líklega engan vegin fyrir því hversu vinsælir þeir eiga eftir að verða. Rokkið hefur heillað unga fólkið upp úr skónum og þessir fjórir strákar eiga það fyrir höndum að hefja það upp á enn hærra stig.

Frá því að Bítlarnir komu fyrst fram hafa þessir drengir orðið að einhvers konar goðsögnum sem allir þekkja. En hverjir voru þessir menn í raun og veru og hvernig gerðist þetta allt saman? Í hálfa öld hafa Bítlarnir verið hluti af lífi okkar og verða það áreiðanlega áfram. Þrátt fyrir að langt sé um liðið hafa þeir ennþá gríðarleg áhrif og tónlistin þeirra vekur ennþá upp tilfinningar. Nýjar kynslóðir uppgötva þá og dá þá og þó að aðrir miklir tónlistarmenn komi og fari dofnar frægðarsól Bítlanna ekki.

Mjög snemma fór að bera á rangfærslum um sögu Bítlana. Þær hafa síðan verið endurteknar og endursagðar og hlutirnir oft á tíðum teknir algjörlega úr samhengi. En þau ótrúlegu ævintýri sem saga þeirra felur í sér, spennan og og allt hið nýja sem kom fram með þeim er mikill hluti af tilveru okkar allra og því þess virði að það sé skoðuð af nákvæmni. Í ritröðinni Öll þessi ár, leitast Mark Lewisohn – víðfrægur Bítlasagnæðingur – við að endursegja alla söguna á vandaðan hátt. Hérna er loksins komin heilstæð og sagfræðilega nákvæm ævisaga  sem mun áreiðanlega aldrei verða sögð betur.

Bítlarnir telja í er fyrsta bókin af þremur. Í henni er skoðað tímabil sem hingað til hefur verið lítið þekkt. Þetta eru árin áður en þeir urðu frægir, unglingsárin, árin í Liverpool og Hamborg sem er að mörgu leyti mest hrífandi og ótrúlegasta tímabilið. Bítlarnir hittast í þessari bók og og hér kemur fram allur frumleiki þeirra, afstaða, stíll, hraði, persónutöfrar, útlit, aðdráttarafl, persónuleikar, dirfska og hreinskilni. Þetta er uppvaxtarsaga Bítlanna, ótrúleg saga af rokkhljómsveit allra tíma, þar sem markviss og litrík frásögnin leiðir okkur áfram þar til fyrir framan okkur birtast fjórir skarpir drengir frá Liverpool sem standa á barmi nýrrar tegundar af frægð.

Bítlarnir telja í er gríðarstórt og vandað verk sem byggir á ítarlegum rannsóknum og heimildum. Í textanum er leitast við að afhjúpa goðsagnir en fjalla í staðinn um Bítlana á skilmerkilegan og afdráttarlausan hátt. Hér er komin saga Bítlanna eins og hún var í raun og veru. Gleymdu því sem þú telur þig vita um þá og byrjaðu upp á nýtt.

Hér að neðan má heyra þátt þar sem þeir Dr. Gunni og Ari Eldjárn krufðu Bítlana með Mark þegar hann var á Íslandi í tilefni af útgáfu bókarinnar Bítlarnir telja í.