Útsala!
IMG_1321

Bítlarnir telja í

9.890Kr. 5.890Kr.

Bítlarnir telja í er gríðarstórt og vandað verk sem byggir á ítarlegum rannsóknum og heimildum. Í textanum er leitast við að afhjúpa goðsagnir og fjalla um Bítlana á skilmerkilegan og afdráttarlausan hátt.

Hér er komin saga Bítlanna eins og hún var í raun og veru. Gleymdu því sem þú telur þig vita um þá og byrjaðu upp á nýtt.

Bókin kom út 2. nóvember 2015 en hægt er að panta hana hér. Frír sendingarkostnaður.

  • Ari Eldjárn: „Efnismesta og skemmtilegasta bók sem ég hef nokkru sinni lesið um Bítlana. Algjör fjársjóður fyrir íslenska Bítlaunnendur!“
  • Dr. Gunni: „Lang besta bók sem ég hef lesið um sögu Bítlanna. Og hef ég þó lesið þær nokkrar“
  • Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður: „Bókin er ómissandi fyrir Bítlaaðdáendur, vel skrifuð, af alúð, ástríðu og innsæi. Það er gaman að fræðast um mótunarárin; hvernig hljómsveitin slípast til og þróast smám saman yfir í að verða fullveðja og búin undir það sem síðar varð. Auk þess að spegla flestar hliðar Bítlanna, persónugerð og jafnvel sálarlíf, þá er bókin góður aldaspegill eftirstríðsáranna og fram til þess að besta hljómsveit allra tíma stendur á barmi heimsfrægðar. Þetta er algjört konfekt.“
  • Bubbi Morthens: Þetta er klárlega ein sú allra besta bók sem ég hef lesið um upphaf hljómsveitar sem breytti heiminum til hins betra og heimurinn hefur ekki verið eins eftir útgáfu fyrstu plötu þeirra. Bítlarnir telja í er snilld.